á endalausu ferðalagi...
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Núna er ég orðin ein ...
Já hann Gústi er farinn heim til Danmerkur og ég er enn að vinna á Íslandinu. Ef maður horfir á björtu hliðarnar þá eru nú ekki margir dagar þangað til að ég fer líka heim!!
En nóg með það. Ég er búin að vera spjalla við hana Þórunni vinkonu og við erum bara langt komnar með að plana verslunarmannahelgina. Planið er eiginlega alveg tilbúið. Þjóðvegur 1 allan hringinn á einni langri helgi.
Við Guðrún ætlum líka að fara í útilegu núna um helgina. Hvert er ekki vitað, bara svo lengi að það sé ekki rigning þá er ég sátt. Leiðarendinn verður bara ákveðin þegar veðurfræðingarnir eru komnir með nokkuð örugga helgarveðurspá.
Niðurstaðan er sú að ég er að fara sofa í tjaldi tvær helgar í röð!!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.